Skip to Content

Símkerfi fyrir fyrirtæki

Gott símkerfi er lykilatriði í samskiptum fyrirtækja. Hvort sem símkerfið er hýst hjá okkur eða á þínum eigin kerfum, þá er það alltaf í þínu eigu – og við sjáum um að það virki áreiðanlega.

Við hjá Umsjón Upplýsingatækni tökum að okkur rekstur, viðhald og uppsetningu á símkerfum fyrir lítil sem stór fyrirtæki. Þannig geturðu verið viss um að samband við viðskiptavini, samstarfsaðila og starfsfólk sé stöðugt og öruggt.

Þú átt kerfið, við höfum umsjón.

Nútíma símkerfi bjóða upp á fjölbreytta möguleika sem einfalda daglegan rekstur.

  • Samþætting við dyrasíma og aðgangsstýringar
  • Yfirsýn og stjórnun símtala í gegnum tölvu, símtæki eða farsíma
  • Samræmt kerfi fyrir borðsíma, hugbúnaðarsíma og farsíma
  • Raddskilaboð, kallkerfi og biðraðir
  • Sveigjanleg lausn sem stækkar með fyrirtækinu

Við bjóðum lausnir sem henta litlum sem stórum fyrirtækjum og aðlögum kerfið að raunverulegum þörfum rekstrarins.

Símtæki frá helstu framleiðendum

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval símtækja frá öllum helstu framleiðendum – hvort sem þú þarft borðsíma, dyrasíma, þráðlaus tæki eða lausnir sem tengjast beint inn í símkerfi fyrirtækisins. Við aðstoðum við val á búnaði sem hentar þínum rekstri og tryggir áreiðanleg samskipti í allri starfsemi fyrirtækisins.