Skip to Content

Réttur netbúnaður fyrir þinn rekstur

Ekkert eitt tæki hentar öllum – mismunandi fyrirtæki þurfa mismunandi lausnir. Þess vegna leggjum við áherslu á að velja þann netbúnað sem hentar hverju verkefni best.

Hvort sem það er MikroTik, UniFi eða önnur lausn, þá metum við aðstæður, þarfir og umfang rekstursins áður en við mælum með búnaði. Með þessu tryggjum við að fyrirtækið þitt fái net sem er traust, öruggt og sveigjanlegt – sniðið að raunverulegum þörfum, ekki tilbúnum pakkalausnum.

Við veljum búnað sem hentar – ekki bara búnað sem er til á hillunni.

MikroTik – öflugur og sveigjanlegur netbúnaður

MikroTik er evrópskt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Lettlandi sem hefur í meira en tvo áratugi framleitt áreiðanlegan og sveigjanlegan netbúnað fyrir fyrirtæki um allan heim. Lausnirnar henta jafnt litlum sem stórum rekstri og hafa skapað sér orðspor fyrir öfluga frammistöðu á hagkvæmu verði.

Allur búnaðurinn keyrir á RouterOS, stýrikerfi sem býður upp á mikla möguleika – allt frá einfaldri netstjórnun yfir í flóknar lausnir með eldvegg, VPN, VLAN og háþróaða stjórnun á netumferð. MikroTik býður einnig sérhæfðan búnað fyrir point-to-point tengingar sem nýtist vel þegar tryggja þarf stöðugan netsamband milli bygginga eða staða. Þá hefur fyrirtækið þróað 5G lausnir sem gera kleift að nýta háhraða farsímanet sem traustan grunn að netumhverfi fyrirtækja.

Við hjá Umsjón Upplýsingatækni aðstoðum við val, uppsetningu og rekstur á MikroTik búnaði – hvort sem þörfin er fyrir hraðvirkan router, öflugan switch, WiFi kerfi, point-to-point tengingu eða 5G lausn..

UniFi – einfaldar og öflugar netlausnir

UniFi frá Ubiquiti hefur á undanförnum árum orðið einn vinsælasti kosturinn fyrir fyrirtæki sem vilja notendavænan og áreiðanlegan netbúnað. UniFi býður upp á heildstæða lausn þar sem hægt er að stjórna öllu netkerfinu úr einu kerfi – hvort sem um ræðir WiFi aðgangspunkta, rofa (switcha), öryggisveggi eða myndavélaeftirlit.

Kerfin eru hönnuð með einfaldleika í fyrirrúmi en bjóða samt upp á kraftmikla eiginleika sem henta jafnt litlum sem stórum fyrirtækjum. Með UniFi færðu góða yfirsýn, miðlæga stjórnun og möguleika á að stækka kerfið eftir þörfum.

Við hjá Umsjón Upplýsingatækni sjáum um ráðgjöf, uppsetningu og rekstur á UniFi-búnaði – hvort sem þú þarft stöðugt WiFi fyrir skrifstofu, örugga innviði fyrir netrekstur eða samþætta lausn með neti og myndavélum.

Við veljum UniFi þegar einfaldleiki, öflugar lausnir og góð yfirsýn skipta máli.

Gott WiFi – alls staðar

Árangursríkur rekstur krefst áreiðanlegs nets. Lélegt WiFi getur haft áhrif á afköst starfsfólks og upplifun viðskiptavina. Við mælum út allt húsnæðið, greinum veik svæði og setjum upp lausn sem tryggir jafnt og öflugt samband alls staðar. Lausnin er sérsniðin að þínum þörfum, hvort sem fyrirtækið er lítið eða stórt.

a person holding a cell phone with a beach in the background

Point-to-Point og Point-to-Multipoint netlausnir

Stundum þarf að tengja saman staði án þess að treysta á hefðbundna ljósleiðara eða jarðlagnir. Þar koma þráðlausar fjarskiptalausnir sterkar inn.

  • Point-to-Point (PtP) er notað þegar tengja á tvo staði saman með stöðugu og öruggu netsambandi, til dæmis milli skrifstofu og vöruhúss eða milli bygginga á sama svæði. Þessi lausn tryggir hraðvirkt samband með lágri töf.
  • Point-to-Multipoint (PtMP) hentar þegar tengja þarf fleiri en einn stað við miðlægan punkt. Þetta er hentugt fyrir fyrirtæki sem reka margar byggingar eða starfsstöðvar og vilja samræmt netumhverfi án þess að leggja dýrar lagnir.

Við hjá Umsjón Upplýsingatækni hjálpum til við að velja réttan búnað og setjum upp lausnir sem tryggja áreiðanlegt samband – hvort sem þú þarft einfalt PtP samband eða öflugt PtMP net fyrir fleiri staði.

Mikrotik p2p kerfi

4G og 5G netbúnaður fyrir fyrirtæki

Þegar hefðbundin nettenging er ekki í boði eða þarf að tryggja vara- og öryggistengingu geta 4G og 5G lausnir verið kjörin leið. Með háhraða farsímaneti er hægt að koma á stöðugu sambandi hvar sem er – í skrifstofu, verksmiðju eða á afskekktum vinnustað.

Við hjá Umsjón Upplýsingatækni bjóðum upp á búnað sem nýtir bæði 4G og 5G, með möguleika á að sameina þær sem aðal- eða varatengingu. Lausnirnar henta fyrirtækjum sem þurfa sveigjanlegt, öruggt og hraðvirkt net – hvort sem það er fyrir daglegan rekstur eða sem öryggisnet ef ljósleiðari eða aðalnet liggur niðri.

Við veljum 4G og 5G búnað sem tryggir áreiðanlega tengingu og mikinn hraða – hvar sem þörfin er

Mikrotik 5G þráðlaus kerfi